Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga

Þroskaþjálfi

Þroskaþjálfi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf þroskaþjálfa. Um er að ræða 100% starf á skóla- og félagsþjónustusviði FSS á Snæfellsnesi.

Starfssvið

O  Umsjón og stjórnun búsetu- og dagþjónustunnar „Smiðjunnar“ í Ólafsvík

O Stjórnun þjónustumatsteymis og starfsmannahalds málaflokksins

O Ráðgjöf til leik- og grunnskóla vegna barna og ungmenna með fötlun

O Stefnumótun og þverfagleg samvinna

Hæfniskröfur

O  Starfsbundin réttindi þroskaþjálfa eða önnur hliðstæð og/eða sambærileg háskólamenntun er nýtist í tilgreindu starfi

O Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

O Samskipta- og samstarfshæfni

O Áhugi og hæfileikar fyrir stefnumótun, stjórnun og eftirfylgni

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þroskaþjálfafélags Íslands eða viðkomandi stéttarfélags.

Upphafstími starfs er septembermánuður nk.

Skrifleg umsókn er tilgreini menntun umsækjanda, fyrri störf, persónulega hagi og 2 umsagnaraðila ásamt sakavottorði berist Sveini Þór Elinbergssyni, forstöðu-manni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ fyrir 17. júní nk. Frekari upplýsingar í s.
861 7802; sveinn@fssf.is.

Umsóknarfrestur er til 17. júní nk.!


Sett inn: 23. maí.

Þroskaþjálfi

Skráð 23. maí.
Staðsetning Vesturland
Starfssvið Sérfræðistörf
Starfshlutf. Fullt starf

Nýjustu störfin