Fágunin og fegurðin uppmáluð

Útlit Mercedes-Benz E Class er voldugt bæði og virðulegt, ekki …
Útlit Mercedes-Benz E Class er voldugt bæði og virðulegt, ekki síst í Exclusive útfærslunni sem hér var tekin til kostanna. Leiðandi bíll í sínum flokki. mbl.is/RAX

E Class lín­an hef­ur um langt ára­bil verið drjúg mjólk­ur­kýr fyr­ir Mercedes-Benz og skilj­an­lega; bíll­inn hef­ur allt til að bera sem ger­ir Benz að því sem hann er án þess að buga kaup­end­ur fjár­hags­lega, hann er af þægi­legri millistærð og býr yfir snörp­um akst­ur­seig­in­leik­um.

Sá sem þetta skrif­ar hef­ur löng­um rennt hýru auga til E Class en um þess­ar mund­ir er þessi týpa á al­veg sér­lega góðum stað í til­ver­unni. Það sannaðist ný­verið þegar Exclusive útfærslan af 2017-ár­gerðinni var tek­in til kost­anna.

Berg­mál frá fyrri tíð

Vert er að glöggva les­end­ur í stuttu máli á því að Exclusive út­færsl­an skart­ar Benz-stjörn­unni ofan á húdd­brún­inni, en Avantgarde útfærslan hef­ur stjörn­una aft­ur á móti kirfi­lega splæsta fram­an á grillið. Fram­endi E Class er tals­vert frá­brugðinn milli þess­ara tveggja gerða og smekks­atriði hvor týp­an er fal­legri. Sá sem þetta rit­ar hef­ur um lang­an ald­ur verið þeirr­ar skoðunar að Avantgarde fram­svip­ur­inn henti tveggja dyra Benz­um – enda snagg­ara­legri og sport­legri – á meðan Exclusive fari bet­ur á fernra dyra bíl­um. Það er ein­hver reisn, fág­un og virðuleiki yfir Elxclusive út­lit­inu og sá E Class bíll sem hér seg­ir af er lýs­andi dæmi um þetta. „Exclusive“ er full­komið rétt­nefni. Fram­grillið og and­lits­svip­ur­inn all­ur berg­mál­ar ennþá fram­svip­inn á 230 E bíln­um sem fyrst kom fram á sjón­ar­sviðið fyr­ir rétt­um 40 árum, árið 1976. Mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar síðan þá en lík­ind­in leyna sér ekki. Er það vel því út­litið er framúrsk­ar­andi, væg­ast sagt.

Aft­ur­end­inn er öllu frá­brugðnari og hef­ur verið á ýmsa lund gegn­um árin, en und­ir­ritaður er einkar hrif­inn af nú­ver­andi út­liti. Aft­ur­ljós­in hafa verið minnkuð ræki­lega og baksvip­ur­inn er fyr­ir bragðið miklu fal­legri og lín­ur all­ar fágaðri. Sam­hljóm­ur er um þess­ar mund­ir milli bræðranna þriggja, litla C Class, stóra S Class og svo þess sem hér um ræðir, hvað aft­ur­svip­inn varðar.

Hliðarsvip­ur­inn er hinn renni­leg­asti og eðal­vagna­brag­ur­inn er óum­deil­an­leg­ur. Inn­felldu púströr­in eru á sín­um stað eins og víðast hvar í stór­fjöl­skyldu Mercedes-Benz og sem fyrr er frá­gang­ur eins og best ger­ist.

Betri stofa á fjór­um hjól­um

Þegar inn í bíl­inn er komið tek­ur við fram­hald á því sem bíll­inn gef­ur til kynna með ytra út­liti sínu. Í stuttu máli sagt er efn­is­val og fram­setn­ing tækja­búnaðar með allra besta móti. Flenni­stór 12,3 tommu skjár blas­ir við öku­manni, ým­ist með veg­legu götu­korti sem þekur all­an skjá­inn, upp­lýs­ing­um um þá afþrey­ingu sem í gangi er hverju sinni, eða þá að hvort tveggja sé því hægt er að skipta skján­um upp ef vill. Ökumaður hef­ur tök á að stýra því sem stýra þarf með hnöpp­um í stýr­inu, en hann get­ur líka kosið að nota „touchpad“-snerti­flöt í miðju­stokki eða jafn­vel sner­iltakka sem einnig er í miðju­stokki. Viðarklæðning, gljásvört pí­anóá­ferð og framúrsk­ar­andi leður­sæti skapa sam­an sér­lega ánægju­lega upp­lif­un og plássið að inn­an er prýðilegt. Rétt eins og C Class bíll­inn er eig­in­lega rúm­betri að inn­an en mögu­legt ætti að vera miðað við stærðina þá virk­ar C Class­inn á öku­mann og farþega nán­ast eins og bíll í næsta stærðarflokki fyr­ir ofan. Óþarfi er að telja upp all­an staðal­búnaðinn (hann er ríf­leg­ur) en þó verður að minn­ast á bakk­mynda­vél­ina sem gef­ur ekki ein­asta kost á víðlinsu­skoti sem gef­ur fyr­ir­taks út­sýni til baka, held­ur er „loft­mynda“-fíd­us­inn al­ger snilld og ger­ir öku­manni kleift að sjá allt um­hverfi bíls­ins þegar bakkað er. Hreint lygi­lega vel heppnaður mynda­véla­búnaður sem erfitt er að venja sig af. Þá er ekki úr vegi að tína til Burmester-hljóðkerfi sem skil­ar sínu með mikl­um sóma, svo ekki sé fast­ar að orði kveðið.

Ljúf­ur en lum­ar á ríf­legu afli

Það fyrsta sem slær öku­mann­inn – og það ánægju­lega – er hversu ótrú­lega vel E Class bíll­inn er hljóðein­angraður. Jafn­vel við mikla inn­gjöf heyr­ist varla neitt í vél­inni. Veg­hljóð er að sama skapi nán­ast ekk­ert. Að aka E Class er silkimjúk upp­lif­un, um það sjá fjöðrun­in og ekki síður stýr­ing­in sem er ein­stak­lega góð. Húddið virk­ar í fyrstu sem svo­lít­ill fleki frá öku­manni séð og eyk­ur enn frek­ar á til­finn­ing­una að bíll­inn sé stærri og meiri um sig en hann er í raun og veru. Útsýni er engu að síður einkar gott í all­ar átt­ir, hátt til lofts og vítt til hliða.

Þó að sén­til­mennsk fág­un sé fyrsta upp­lif­un öku­manns þegar tekið er af stað skyldi eng­inn velkj­ast í vafa um að 2 lítra vél­in er full­fær um rösk­an akst­ur ef um það er beðið. 194 hest­öfl virka kannski ekki ýkja mikið á papp­írn­um en á mal­bik­inu skila þau 400 Nm togi til hjól­anna og það er skruggu­lega gam­an að sjá E Class­inn rjúka áfram þegar slegið er í.

Af öðrum praktísk­um þátt­um er vert að geta þess að far­ang­urs­rýmið kem­ur tal­vert á óvart fyr­ir sed­an-bíl, heil­ir 540 lítr­ar, og sann­ast þar með að rúm­gott farþega­rými og gott far­ang­urs­rými þurfa ekki að vera gagn­kvæmt úti­lok­andi.

Allt í allt er Mercedes-Benz E Class í fremstu röð í sín­um flokki og með 2017-ár­gerðinni er sett ákveðið viðmið, bæði hvað varðar út­lit, staðal­búnað og akst­ur­seig­in­leika. Audi A6, BMW 5, Lex­us GS og nýliðinn Volvo S90, ásamt fleir­um, munu þurfa að taka á hon­um stóra sín­um næstu mánuði og miss­eri.

Ekki væsir um farþega í aftursæti því fótarýmier yfrið, sætin …
Ekki væsir um farþega í aftursæti því fótarýmier yfrið, sætin prýðileg og loftstýringin glimrandi. Hér er séð til þess að vel fari um alla í bílnum. mbl.is/Ragnar Axelsson
Útlit Mercedes-Benz E Class er voldugt bæði og virðulegt, ekki …
Útlit Mercedes-Benz E Class er voldugt bæði og virðulegt, ekki síst í Exclusive útfærslunni sem hér var tekin til kostanna. Leiðandi bíll í sínum flokki. mbl.is/RAX
E Class býr yfir innanrými sem ekki verður lýst öðruvísi …
E Class býr yfir innanrými sem ekki verður lýst öðruvísi en „til hábor- innar fyrirmyndar“ enda allur aðbúnaður og efnisval hreint fyrirtak. mbl.is/RAX
Baksvipurinn á Mercedes-Benz E Class er betur heppnaður en hann …
Baksvipurinn á Mercedes-Benz E Class er betur heppnaður en hann hef- ur verið í áravís. Ráða þar mestu um sérlega fallegar afturluktir. mbl.is/RAX
E Class býr yfir innanrými sem ekki verður lýst öðruvísi …
E Class býr yfir innanrými sem ekki verður lýst öðruvísi en „til hábor- innar fyrirmyndar“ enda allur aðbúnaður og efnisval hreint fyrirtak. mbl.is/RAX
Enginn kaupir Mercedes-Benz E Class alfarið farangursrýmisins vegna, en engu …
Enginn kaupir Mercedes-Benz E Class alfarið farangursrýmisins vegna, en engu að síður er það glettilega rúmgott eða um 540 lítrar. Er það vel. mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: