Enn minnkar akstur vestanhafs

Ungt fólk í Bandaríkjunum fer fyrir aukinni notkun almenningssamgangna ogm …
Ungt fólk í Bandaríkjunum fer fyrir aukinni notkun almenningssamgangna ogm léttir fyrir vikið á gatnakerfinu.

Mælingar sýna að fólk í Bandaríkjunum ekur sífellt minna. Minnkunin er helst vegna ungs fólks á aldrinum 16 til 34 ára, en fólk á því aldursbili ekur 23% minna en fyrir 10 árum. Það er freistandi að áætla að mestu skipti verð á eldsneyti, en ýmislegt virðist benda til að þessi minnkun verði viðvarandi burtséð frá eldsneytisverði. Breyttir lifnaðarhættir, bættar almenningssamgöngur og önnur forgangsröðun í lífi ungs fólks virðist ætla að skipta meira máli en eldsneytisverð.

Ungt fólk notar miklu meira almenningssamgöngur en eldra fólk, eða 45% á aldrinum 16 til 34 samanborið við 32% af fólki eldra en 34 ára. Þetta eru alls ekki vondar fréttir fyrir Bandaríkjamenn þar sem uppfullar götur og umferðarteppur eru víða mikið vandamál. Einnig eru það góðar fréttir að þjóðin notar fyrir vikið minna af innfluttu eldsneyti sem gæti í kjölfarið leitt til lækkunar á eldsneytisverði, vegna minni eftirspurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina