Chevrolet Spark-rafmagnsbíll

Chevrolet Spark með venjulegum brunahreyfli
Chevrolet Spark með venjulegum brunahreyfli

Á næsta ári hefst sala á Chevrolet Spark sem eingöngu er knúinn rafmagni. Í fyrst verður hann eingöngu seldur í S-Kóreu. GM Korea, sem er í 77% eigu GM og 23% í kóreskri eigu, mun smíða bílinn og selja á heimamarkaði. Í kjölfarið verður hann einnig í boði í Bandaríkjunum.

Verður honum mikið beint að íbúum Kaliforníuríkis sem virðast mjög móttækilegir fyrir umhverfisvænum bílum. Prófanir á bílnum hafa einmitt farið fram í Kaliforníu og þar kom í ljós að akstursdrægni hans er um 160 kílómetrar. Í S-Kóreu eru seld 25% allra Chevrolet-bíla sem framleiddir eru.  

mbl.is