Framtíðarjeppi Mercedes Benz

Stæðilegur Mercedes Benz Ener-G-Force virðist tilbúinn í átök við náttúruna …
Stæðilegur Mercedes Benz Ener-G-Force virðist tilbúinn í átök við náttúruna án þess að menga hana

Mercedes Benz kíkti aðeins inn í framtíðina og hannaði jeppa að sínu skapi og líklega margra annarra í tilefni hönnunarkeppninnar „Los Angeles Design Challenge“. Benz nefnir gripinn Ener-G-Force og táknar G-ið í nafninu G-Class-jeppann fræga sem hefur verið á boðstólum í 33 ár, en var upphaflega smíðaður sem herjeppi.

Jeppinn á að vera umhverfisvænn eins og allir framtíðarbílar og knúinn áfram af vetni. Vatnstankar á þaki bílsins eru orkufóður hans og efnakljúfur skilur vetnið frá súrefninu og akstursdrægni bílsins yrði 500 kílómetrar. Ekkert skortir á töffaraskapinn í þessum bíl og hann virðist líklegur til átaka við verstu ófærur.

Útlit hans versnar ekki aftanfrá
Útlit hans versnar ekki aftanfrá
mbl.is

Bloggað um fréttina