Beislar sólorku til bílsmíði

Hlemingur sólarorkuvers VW í Chattanooga. Passat-smiðjan í baksýn.
Hlemingur sólarorkuvers VW í Chattanooga. Passat-smiðjan í baksýn. mbl.is/VW

Volkswagen hefur byggt risastórt sólarorkuver þar sem orka sólarinnar verður beisluð til að smíða Passat-bíla. Verið er ekki að finna í Þýskalandi heldur Tennesseeríki í Bandaríkjunum.

Þekja skildirnir sem beisla sólarljósið rúma 13 hektara lands skammt frá borginni Chattanooga. Afköst þeirra eru 9,5 megawött sem er um 13% þeirrar orku sem bílsmiðjan neytir.

Þegar framleiðsla í verksmiðjunni liggur niðri milli vakta uppfyllir orkan frá sólarorkuverinu allri rafmagnsþörf bílsmiðjunnar. Bílsmiðja VW við Chattanooga sérhæfir sig í smíði Passatbíla fyrir Bandaríkjamarkað. Þar starfa um 3.000 manns.

mbl.is