VW reynir að ná yfirráðum í MAN

Vöruflutningabíll af gerðinni MAN.
Vöruflutningabíll af gerðinni MAN. mbl.is/MAN

Volkswagenfyrirtækið freistar þessa að ná fullum yfirráðum yfir vörubílafyrirtækinu MAN. VW á sem stendur 75,03% hlutafjárins en vill það allt.

Í þessu skyni hefur VW gert eigendum  afgangs hlutafjárins kauptilboð, að sögn stjórnenda MAN.

Volkswagen vill bræða meira saman starfsemi MAN, eigin atvinnubíladeildar og sænska vörubílafyrirtækisins Scania, sem VW ræður. Markmiðið er að taka sætið sem stærsti þungaflutningabílsmiður Evrópu af Volvo og Daimler. Með algjörum yfirráðum á MAN gæti VW rennt fyrirtækinu með öllu saman inn í eigin starfsemi.

Til að þessi áform nái fram að ganga þurfa bæði stjórn VW og stjórn MAN að samþykkja samkomulag sem gert yrði um yfirtökuna. Stefnt er að því að fá niðurstöðu í málið fyrir hluthafafund í MAN í byrjun júní nk.

MAN framleiðir atvinnubíla alls konar aðra en rútur.
MAN framleiðir atvinnubíla alls konar aðra en rútur. mbl.is/MAN
mbl.is

Bloggað um fréttina