Bílar gangsettir með appi

Nýtt app fyrir Chevrolet bíla virkar betur en fjarstýring
Nýtt app fyrir Chevrolet bíla virkar betur en fjarstýring

Með appi frá GM geta bíleigendur nú opnað og læst bílum sínum úr fjarlægð. Þetta nýja app frá GM virkar eins og fjarstýring sem bíleigendur geta notað til að opna, læsa og ræsa bíla sína. Þessi búnaður á að fylgja Chevrolet, Buick, GMC og Cadillac bílum frá árinu 2014.

Þá geta eigendur bíla læst, opnað og ræst bílinn hvaðan sem er ef þeir ná Netsambandi. Með þessu appi er hægt að ná til bílsins síns úr mun meiri fjarlægð en með hefðbundnum fjarstýrðum bíllykli. Það getur t.d. verið hentugt fyrir bíleigendur að geta sett bílinn sinn í gang á köldum vetrarmorgni þó hann standi nokkuð frá eigandanum eða til þess að fullvissa sig um að bíllinn sé læstur þegar hann er skilinn eftir langt í burtu.

mbl.is