Flugvélabíll einn sinnar tegundar

Af hverju ætli þessi útfærsla hafi ekki orðið vinsæl?
Af hverju ætli þessi útfærsla hafi ekki orðið vinsæl? Youtube

Árið er 1932. Í Frakklandi er einhver að býsnast yfir því hvað drifsköft og drifkögglar eru kjánaleg leið til að koma bíl áfram. Eftir miklar vangaveltur er lausnin ljós, og var auðvitað augljós allan tímann: Flugvélaskrúfa fremst á bílinn, og hann líður áfram eins og vindurinn!

Þessi Helicron, sem er sá eini sinnar tegundar, fannst í hlöðu í Frakklandi árið 2000 og var gerður upp, með eins miklu af upprunalegum hlutum og hægt var. Eftir það stóðst hann skoðun og var vottaður löglegur á götum úti í Frakklandi.

Sem segir ýmislegt um umferðarmenninguna í Frakklandi.

Bíllinn er núna til sýnis í Lane samgönguminjasafninu í Nashville, en þar sem vantaði mótorinn í hann þegar hann fannst var settur í hann annar úr Citroën GS. Skrúfan er tengd beint við sveifarás mótorsins, og það eru afturhjólin sem sjá um að beygja bílnum.

Fyrr á árinu sögðum við ykkur frá þýskum manni sem sem setti flugvélamótor í mótorhjólið sitt, en Helicron-bíllinn slær öllu við. 

mbl.is