Þurrkan verður þarflaus

Rafeindabúnaður mun sjá um að hreinsa bleytu og óhreinindi af …
Rafeindabúnaður mun sjá um að hreinsa bleytu og óhreinindi af rúðum sportbíla McLaren. mbl.is/McLaren

Rúðuþurrkur hafa verið ómissandi á bílum allar götur frá því Mary Anderson fann upp þurrkuna árið 1903, eða fyrir 110 árum. En nú segist breski sportbílasmiðurinn McLaren ætla að gera hana þarflausa.

Sportbílar McLaren eru sérdeilis góðir og yrðu það mikil tímamót í bílaframleiðslu ef fyrirtækinu tekst að útrýma rúðuþurrkunni. Við hlutverki hennar tekur hátíðnirafeindabúnaður sem McLaren er að þróa.

Frank Stephenson, yfirhönnuður sportbíla McLaren, segir í viðtali við breska blaðið Sunday Times í fyrradag, að McLaren sé langt á veg komið með að þróa búnaðinn sem ryðja mun rúðuþurrkunni brott.

Hann segir hugmyndina komna af vettvangi varnarmála en vildi þó alls ekki láta neitt nánar uppi um á hverju nýi rúðuhreinsibúnaðurinn byggist. Sérfræðingar telja engu að síður að notast sé við úthljóðsferjöld á rúðunni er sendi 30 kílóriða hljóðbylgjur eftir rúðunni sem losa muni allt sem þar á ekki að vera og feykja samstundis brott, svo sem regnvætu, snjó og jafnvel flugum.

Þetta kann að hljóma eins og í vísindaskáldsögu en er engu að síður að verða að veruleika á næstu misserum. Og þótt þetta hljómi sem búnaðurinn hljóti að vera rándýr segja fróðir, að hann geti í raun verið mun billegri en hefðbundnar rúðuþurrkur og mótorarnir sem þeim fylgja. agas@mbl.is

Útlit er fyrir að hefðbundnar rúðuþurrkur heyri senn sögunni til, …
Útlit er fyrir að hefðbundnar rúðuþurrkur heyri senn sögunni til, allavega á bílum McLaren.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: