Mega keyra rafvespur á gangstéttum

Létt bifhjól hafa verið vinsæl.
Létt bifhjól hafa verið vinsæl. mbl.is/Golli

Heimilt verður að aka léttum bifhjólum, þ.á.m. rafvespum, á göngu- eða hjólastígum þar sem við á samkvæmt frumvarpi um breytingar á umferðarlögum.

Slík farartæki hafa átt auknum vinsældum að fagna hér á landi en þau hafa hingað til verið skilgreind með sama hætti og reiðhjól. Frumvarpinu er ætlað að skýra þær reglur sem gilda um fararskjóta af þessu tagi.

Samkvæmt frumvarpinu má aka léttu bifhjóli í flokki I, bifhjól sem ekki er hannað til að ná meiri hraða en 25 km/klst á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg valdi það ekki hættu eða óþægindum og veghaldari hafi ekki lagt bann við því. Ökumenn slíkra farartækja skulu víkja fyrir gangandi vegfarendum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina