Úr pappírsmódelum í Formúlu 1

Paul Bischof hélt að öllum þætti hann skrýtinn, því hann hafði gaman af því að smíða bílamódel úr pappír. Þegar Red Bull Formúlu 1 liðið komst að því að hann hafði gert módel af keppnisbíl þeirra, úr meira en 6.000 hlutum, var Paul boðin vinna hjá liðinu.

Það er ekki endilega slæmt að vera öðruvísi en aðrir, því það þýðir bara að maður hafi sérstöðu. Í tilfelli Pauls eru það hæfileikar og ástríða fyrir því að hanna og smíða bíla. 

Það má kannski segja að Paul hafi fært sig eitt skref uppávið, því nú notar hann ekki bara pappír, lím og skæri til að smíða bíla - hann hannar íhluti í Formúla 1 bíla með hugbúnaði og trefjaefni.

Gamla máltækið segir: „Finndu þér starf sem þú hefur gaman af, og þú munt aldrei vinna framar.“ Og það er akkúrat það sem Paul gerði.

mbl.is