Bjó til draumabílinn úr kvoðu

„Kvoðunin“ í fullum gangi.
„Kvoðunin“ í fullum gangi.

Segjum sem svo að þig langi í bíl sem er ólíkur öllum bílum sem eru í boði, og það vill svo til að þú átt Benz-hræ ... og fullt af kvoðu eins og er notuð til að einangra með gluggum og hurðum þegar hús eru byggð.

Þá er þetta ekkert vandamál - þú bara hleður kvoðu utan á bílinn og skerð svo allt í burtu sem líkist ekki bílnum sem þig langar í.

Það er eiginlega nákvæmlega það sem þessi Lithái gerði, og útkoman er vægast sagt betri en búast mátti við.

Á myndum af „smíða“ferlinu, sem má skoða á þessum imgur-þræði, virðist kvoðumeistarinn annaðhvort vera þaulvanur eða vel undirbúinn, því það verður ekki séð að vinnubrögðin séu handahófskennd.

Hvaða áhrif öll þessi kvoða hefur á öryggi bílsins, til dæmis í árekstri, skal ósagt, en sem betur fer er ennþá alvörubíll einhvers staðar langt undir allri kvoðunni.

Að verki loknu. Skoðið fleiri myndir með því að smella …
Að verki loknu. Skoðið fleiri myndir með því að smella á hlekkinn í fréttinni.
mbl.is