Hliðarspeglar gætu senn verið úr sögunni

Hliðarspeglar gætu senn verið úr sögunni ef svo fer sem …
Hliðarspeglar gætu senn verið úr sögunni ef svo fer sem horfir. Volkswagen XL1 er til að mynda með myndavélar í stað hliðarspegla.

Bandaríska þjóðvegaöryggisstofnunin (NHTSA) ákveð nýverið að baksýnismyndavélar, eða bakkmyndavélar, skyldu verða staðalbúnaður í öllum farþegabílum frá og með árinu 2018.

Samtök fólksbílaframleiðenda (AAM), sem koma meðal annars fram fyrir hönd bílsmiða á borð við BMW, Chrysler, Ford, GM, Mercedes-Benz og Toyota, vill að skrefið verði stigið enn lengra.

Hvetja þau NHTSA til þess að heimila bílsmiðum líka að skipta út hliðarspeglum og setja myndavélar í þeirra stað. Eflaust mun það falla í grýttan jarðveg hjá spegilframleiðendum en AAM getur bent á þann góða málstað að brotthvarf speglanna minnkaði loftmótstöðu bíla og þar með yrðu þeir sparneytnari. Og aukinheldur ættu blindhorn að hverfa með myndavélum.

Eflaust eru skoðanir um það skiptar hvort leggja eigi hliðarspeglum. Þess má þó geta, að myndavélar hafa tekið við hlutverki þeirra á svo til öllum hugmyndabílum sem kynntir hafa verið til sögunnar undanfarinn áratug eða svo. Og hafa jafnvel sést í bílum sem framleiddir hafa verið takmarkað, svo sem XL1-bílnum frá Volkswagen.

agas@mbl.is

Hliðarspeglar gætu senn verið úr sögunni ef svo fer sem …
Hliðarspeglar gætu senn verið úr sögunni ef svo fer sem horfir. Volkswagen XL1 er til að mynda með myndavélar í stað hliðarspegla.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: