„Verðum að hætta með dísilbíla“

Segolene Royal, umhverfis- og orkuráðherra Frakklands.
Segolene Royal, umhverfis- og orkuráðherra Frakklands. mbl.is/afp

Segolene Royal umhverfisráðherra Frakklands vill að smíði og sölu dísilbíla verði hætt vegna mengunar.

Í samtali við sjónvarpsstöðina BFMTV og útvarpsstöðina RMC í morgun sagðist Royal vilja að aukin áhersla yrði lögð á þróun og smíði rafbíla. Hætta yrði smíði dísilbíla í skrefum.

„Það er fáránlegt að halda áfram smíði dísilbíla,“ sagði Royal. Mikill meirihluta bílaflota Frakka eru dísilbílar og frönsku bílsmiðirnir Renault, Peugeot og Citroen smíða fleiri dísilbíla en bensínbíla.

mbl.is

Bloggað um fréttina