Kínverjar ginnkeyptir fyrir jeppum

Á bílasýningunni í Peking eru jeppar og fjórhjóladrifsbílar áberandi. Mikill áhugi virðist vera á jeppum og stórum fjórhjóladrifsbílum í Kína, sem ef til vill má rekja til bætts efnahags á síðustu árum.

Gestir sýningarinnar segjast meðal annars hallast að stórum jeppum því þeir eigi stóra fjölskyldu og vilji ferðast um torfæra vegi. Þá sé það tákn framtíðarinnar að vera á jeppa.

mbl.is