Naut Arctic Trucks á metgöngu á suðurpólinn

Parker Liautaud á bílnum góða sem hann hafði sér til …
Parker Liautaud á bílnum góða sem hann hafði sér til trausts og halds.

Nítján ára breskur skíðagöngumaður að nafni Parker Liautaud gekk á dögunum frá ströndum Suðurskautslandsins inn að suðurpólnum á methraða. Það fylgir fregnum, að hann hafi notið liðsinnis Toyota Hilux-jeppa frá Arctic Trucks.

Liautaud var 18 daga, fjórar klukkustundir og 43 mínútur á 565 kílómetra langri göngunni. Bætti hann eldra metið svo um munar því það var 24 dagar, ein klukkustund og 13 mínútur. Það var í eigu Norðmannsins Christians Eide.

Gangan var liður í svonefndum Willis þanþolsleiðangri sem gekk út á umhverfis- og veðurlagsrannsóknir, en megintilgangur hans var þó að reyna að bæta göngumetið.

Jeppinn er engin smásmíði eftir breytingar Arctic Trucks, er með þrjár hásingar og drif á öllum risahjólunum sex. Að sögn vefmiðla sem um leiðangurinn hafa fjallað var ökumaður jeppans Eyjólfur Már Teitsson.

agas@mbl.is

Farartæki á Suðurskautslandinu þurfa vera að mestu sjálfbær í leiðöngrum …
Farartæki á Suðurskautslandinu þurfa vera að mestu sjálfbær í leiðöngrum sínum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: