Hvað lærir maður á 100 árum?

Í tilefni af 100 ára afmæli sínu hefur bandaríski bílaframleiðandinn Dodge sent frá sér auglýsingu sem skartar fólki á svipuðum aldri.

Allir sem koma fram í auglýsingunni eru í kringum 100 ára aldurinn, svona meira og minna, og deila því með áhorfandanum hvað þeir hafa lært á lífsleið sinni.

Dodge grípur svo þann bolta á lofti með slagorðinu „Maður lærir margt á 100 árum“.

Er þannig ýjað að því að sökum mikillar reynslu og aldurs sé Dodge-merkið að einhverju leiti áreiðanlegra en nýrri merki. Eða að minnsta kosti áreiðanlegra en Dodge var sjálft í gamla daga.

Þess má geta að Dodge er hluti af Chrysler, sem í dag er hluti af Fiat Chrysler Automobiles. 

mbl.is