Úrslit úr Klausturkeppninni

Klausturkeppnin 2014 fór fram í gær við frábærar aðstæður. Rúmlega 270 keppendur, í 130 liðum, tóku þátt og var keppnin hörð.

Klausturkeppnin er sex tíma þolakstur á mótorhjólum og hittist svo á að aðstæður við Kirkjubæjarklaustur voru góðar, ekki síst vegna þess að stutt rigningardemba í upphafi keppninnar sá um að rykbinda brautina.

Einungis minni háttar óhöpp urðu í keppninni, sem mótshaldarar voru mjög ánægðir með. Sérstök tilþrifaverðlaun féllu þó í skaut Birgis Guðbjörnssonar, fyrir „slaka nýtingu á brautinni“. Birgir mun hafa dottið eftir fjórar beygjur og farið úr axlarlið, tvisvar.

Úrslit voru sem hér segir:

Tvímenningur, karlar:

1. Haraldur Örn og Guðbjartur
2. Atli  Már  og Guðmundur
3. Björgvin og Hjálmar

Tvímenningur,  konur:

1. Guðfinna Gróa og Björk
2. Theodóra og Laufey
3. Sigþóra og Helga

Járnkallar:

1.Kári
2. Jónas
3. Guðmundur

Járnkellur

1. Brynja Hlíf
2. Ragna

Þrímenningur:

1. Ásgeir, Örn og Hinrik
2. Haraldur, Skúli og Viktor
3. Hrafnkell, Helgi og Hlynur

100+ flokkur

1. Torfi og Heimir
2. Einar og Kjartan
3. Eysteinn og Pierre

90+ flokkur

1. Haukur og Ragnar
2. Stefán og Kristján
3. Grétar og Gunnar

Paraflokkur

1. Oddur og Sóley
2. Valdimar og Guðbjörg
3. Klara og Haukur

Afkvæmaflokkur

1. Ólafur og Gísli Þór
2. Pétur og Viggó
3. Ernir og Auðun

mbl.is