Kappakstursbraut býr til rafmagn

Kappakstursbrautin í Indianapolis. Sólarrafhlöðurnar, sem eru reyndar ekki á þessari …
Kappakstursbrautin í Indianapolis. Sólarrafhlöðurnar, sem eru reyndar ekki á þessari mynd, eru staðsettar við fjærhorn brautarinnar, vinstra megin á myndinni. wikipedia.org

Kappakstursbíll sem tekur þátt í Indy 500-kappakstrinum keyrir á allt að 360 km hraða og eyðir 5 lítrum af bensíni á hverjum hring.

Slíkt verður seint talið mjög umhverfisvænt og því hafa eigendur Indianapolis Motor Speedway-kappakstursbrautarinnar sett  upp risastórt sólarorkurafver við hliðina á brautinni.

Alls eru þar 39.312 sólarrafhlöður, sem samanlagt framleiða um 9 megavött af rafmagni. Það sparar yfir 10.000 tonn af kolefnisútblæstri miðað við hefðbundna rafmagnsframleiðslu þar í landi.

Raforkan er svo seld til dreifiaðila en 9 megavött eiga að duga til að sjá um 2.700 meðalheimilum fyrir raforkuþörf sinni.

Alls fara um 27 hektarar undir raforkuverið, þar af er samanlagður grunnflötur sólarrafhlaðanna um 17 hektarar.

Þó að 9 megavött séu kannski ekki mikið miðað við virkjanir sem við þekkjum á Íslandi (Kárahnjúkavirkjun er 690 megavött) er raforkuverið í Indianapolis það stærsta sem tilheyrir íþróttamannvirki í heiminum. Og það er ágætis byrjun.

Til samanburðar má reyndar geta þess að rafstöðin við Elliðaárnar framleiðir einn þriðja af því sem sólarrafhlöðuverið gerir.

Sjá mynd Guardian af raforkuverinu og brautinni.

mbl.is