Fjögurra króna munur á dísellítra

Umferð á Vesturlandsvegi
Umferð á Vesturlandsvegi mbl.is/Ómar Óskarsson

Tvennt kemur eflaust helst upp í huga fólks á föstudögum sem hyggur á ferðalög yfir helgi. Annars vegar hvar besta veðrið verður og hins vegar hvar sé ódýrast að fylla á bílinn. Fyrir þessa helgi horfir svo við að verð á bensínlítra er nánast það sama hvert sem farið er, en fjögurra króna munur getur verið á dísilolíu.

Á vefnum gsmbensin.is er auðvelt að fylgjast með hvar hagstæðasta verðið er. Þegar litið er til bensínlítra sést að N1 og Olís rukka 251,80 krónur og Shell 252,90. Sjálfsafgreiðslustöðvarnar rukka hins vegar 251,50, nema Orkan þar sem verðið er 251,40.

Þegar svo skoðað er verðið á dísilolíu kemur í ljós að Orkan býður best, rukkar 238 krónur fyrir einn lítra. Atlantsolía og ÓB fylgja fast á hæla Orkunnar og bjóða lítrann á 238,1 krónu en N1, Olís og Shell fara fram á 242,30 krónur.

Það munar því um rúmlega fjórar krónur á dísillítra eftir því hvert er leitað.

mbl.is