Mikill uppgangur hjá Jaguar Land Rover

Mikil söluaukning hefur átt sér stað hjá breska bílsmiðnum Jaguar …
Mikil söluaukning hefur átt sér stað hjá breska bílsmiðnum Jaguar Land Rover.

Mikill uppgangur hefur einkennt starfsemi Jaguar Land Rover fyrirtækinu og er svo komið, að fyrstu sex mánuði ársins seldi það fleiri bíla en allt árið 2010.

Endurspeglar þetta og bata í efnahagskerfum í kjölfar fjármálahrunsins alþjóðlega.

Árið 2010 seldi JLR-fyrirtækið 232.839 bíla en um mánaðarmótin nýliðnu nam salan í ár 240.372 eintökum. Aukningin frá sama tíma í fyrra nemur 14%. Í nýliðnum júní seldi JLR 39.594 bíla sem er 17% aukning frá júní 2013.

Það er aðallega Land Rover sem keyrir upp sölu bílsmiðanna tveggja með 196.785 seldum bílum í ár, sem er 14% aukning frá fyrra árshelmingi í fyrra. Og í júní nam aukningin hjá Land Rover 18%.

Jaguar seldi aftur á móti 43.587 bíla á fyrra árshelmingi sem er 16% aukning frá í fyrra, og í júní afhenti fyrirtækið 7.595 bíla.

Alls 85% af bílasölu JLR-samsteypunnar hefur farið til útflutnings.

mbl.is