Laugardagsdriftið: Sænski hershöfðinginn

Að horfa á drift er góð skemmtun. En það getur verið að minnsta kosti jafngaman að hlusta á það, eins og þetta sænska myndband sýnir. Dekkjavæl, útsláttur og forþjöppublístur mynda nútímatónverkið „Sænska sándið“ sem flutt var af gömlum Audi 80.

Bíllinn heitir reyndar Hershöfðinginn (e. General) í höfuðið á General Lee, bílnum úr Dukes of Hazzard-þáttunum. Audi-inn er enda málaður í sama lit og fyrirmyndin, sem þó var af tegundinni Dodge Charger (sem er á engan hátt líkur Audi 80, en hvað um það).

mbl.is