Vínið flóði um veginn

Um 14.000 lítrar af rauðvíni fóru til spillis við veltuna …
Um 14.000 lítrar af rauðvíni fóru til spillis við veltuna við vínbæinn Saint-Emilion í Bordeauxhéraðinu í Frakklandi.

Áfengisakstur fékk á sig nýja mynd, ef svo mætti segja í gamansömum tón, en svo illilega vildi til við frönsku vínborgina Saint-Emilion, að flutningabíll með 18.000 flöskur af borðvíni valt.

Ökumaður flutningabílsins mun hafa komið full geyst inn í hringtorg með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bílnum sem valt á hliðina. Eitthvað varð undan að láta og mölbrotnuðu flestar vínflöskurnar svo vínið flóði um grundir. 

Ökumanninn sakaði ekki svo heitið getur en torgið var alrautt af víni eftir veltuna og ekki laust við að af því væri sterkur skógarberjakeimur í bland við tjörumalbikið. Goggolía sú var ekki lengur hæf til drykkjar.

mbl.is