Dekkjunum stolið af slysstað

Hér má sjá bifreiðina dekkjalausa þegar hún var sótt af …
Hér má sjá bifreiðina dekkjalausa þegar hún var sótt af slysstað í dag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Mesta mildi er að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Melrakkasléttu í gær.

Bifreiðin lenti á grjóthrúgu og gereyðilagðist. Var hún geymd á slysstað yfir nótt en þegar hún var sótt í dag voru dekkin horfin ásamt felgunum, þar sem einhverjir óprúttnir einstaklingar höfðu stolið þeim. 

Lögreglan á Húsavík biðlar til fólks að láta af slíkri iðju og valda þeim sem lent hafa í slysi enn meira tjóni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina