Mega hjóla drukknir

Engir hjóla eins mikið í Mið-Evrópu og Ungverjar.
Engir hjóla eins mikið í Mið-Evrópu og Ungverjar.

Í Ungverjalandi ríkir ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim sem setjast undir stýri eftir að hafa innbyrt áfengi. Því þykir það skjóta skökku við, að ungverska stjórnin hefur gefið ít tilskipun er heimilar hjólreiðar undir áhrifum áfengis á vegum.

Akstur bifreiðar undir áhrifum í Ungverjalandi hefur í för með sér stórsekt og sviptingu ökuréttinda. Og fangelsisvist verði viðkomandi valdur að slysi. 

Frá því sl. laugardag mega landsmenn samkvæmt tilskipun ríkisstjórnarinnar hjóla á götum og vegum úti óháð því hversu ölvunin er mikil. Hið eina sem þeir þurfa að geta leyst af hendi er að stýra hjólinu.

Þar til um helgina gátu hjólamenn með meira en hálft prómill áfengis í blóðinu á veigameiri umferðargötum þurft að sæta 30.000 flórínu sekt, um 15.000 krónum. Þingmenn réttlæta breytinguna til afnám sekta þann veg, að ölvaðir hjólreiðamenn, ólíkt ölvuðum bílstjórum,  geti einungis slasað sjálfa sig en ekki aðra.

Í Mið-Evrópu brúka engir reiðhjól eins mikið og Ungverjar en reglur um hjólaskap undir áhrifum er alls staðar í álfunni mun strangari.

Í Póllandi þykja hjólreiðar undir áhrifum misgjörð og er refsað með sekt og tímabundnu hjólreiðabanni. Það þykir þó mun mildilegra en eldri lög þar sem stórsekt og jafnvel fangelsi lá við broti.

Í Slóvakíu og Tékklandi eru háar sektir við því að hjóla undir áhrifum áfengis, allt upp í jafnvirði 230.000 króna. Þar er þolinmæði engin gagnvart notkun áfengis á vegum, alveg óháð því hverrar gerðar farartækin eru.

mbl.is