Rafbílasala eykst hægum skrefum

Nissan Leaf er söluhæstur raf- og tvinnbíla í Bandaríkjunum í …
Nissan Leaf er söluhæstur raf- og tvinnbíla í Bandaríkjunum í ár.

Raf- og tvinnbílar hafa enn sem komið er ekki valdið samgöngubyltingu í Bandaríkjunum en tölur benda þó til, að sala þeirra eykst jafnt og þétt þar í landi.

Alls er áætlað að um 17 milljónir nýrra bíla komi á götuna í Bandaríkjunum á árinu og því er sala rafknúinn bíla aðeins dropi í hafið til þessa.

Fyrstu sex mánuði ársins voru 54.000 eintök raf- og tvinnbíla afhent en á sama tímabili í fyrra voru þau 41.000 svo aukningin er umtalsverð, eða um þriðjung. 

Og sérfræðingar telja að þegar upp verður staðið um áramót verði útkoman enn betri. Ganga þeir þar út frá svipaðri þróun og í fyrra, en  60% sölunnar 2013 átti sér stað á seinni helmingi ársins.

Nissan Leaf hefur tekið við af Chevrolet Volt sem vinsælasti vistvæni bíllinn. Frá áramótum til júníloka seldust 12.700 eintök af Leaf, 9.300 af Toyota Prius og 8.600 af Volt. Í fjórða sæti varð síðan Tesla Model S með 7.400 bíla sem er talsverður samdráttur frá í fyrra er 10.050 eintök seldust á sama tímabili.

Haldi aukningin áfram með sama hraða spá greinendur á markaði því, að árið 2020 verði sala raf- og tvinnbíla komin í um 500.000 eintök á ári.

mbl.is