Monthaninn ekki eins klár og hann hélt

Það sem fyrir stuttu var flottur Ferrari 458 Italia en …
Það sem fyrir stuttu var flottur Ferrari 458 Italia en er það ekki lengur.

Monthani í Lettlandi fékk heldur betur að finna til tevatnsins á dögunum er hann hugðist sýna hversu klár ökumaður hann væri.

Maðurinn hafði setið að sumbli og þóttist fær í flestan sjó þrátt fyrir það - og lítið mál væri að sýna snilli sína á ítölskum sportbíl, þótt Ferrari 458 Italia héti.

Endaði akstur montinrassins með því að hann keyrði á og Ferrarifákurinn ofurfíni missti glæsibrag sinn á svipstundu. Mildi þykir að hann skuli hafa sloppið ómeiddur en ekki fer fregnum af því hvort atvikið hafi eitthvað sljákkað í honum grobbið.

Til að koma bílnum í samt lag aftur þarf að líkindum að senda hann til Ítalíu til endursmíði. Það mun kosta skildinginn, eins og má kannski sjá á meðfylgjandi myndbandi.

mbl.is