Símabann hefur ekki fækkað slysum

Það ku erfitt að venja sig af ósiðum eins og …
Það ku erfitt að venja sig af ósiðum eins og brúka farsíma í akstri. mbl.is/AFP

Bann við að brúka síma í bílum aðra en handfrjálsa hefur í raun engin áhrif haft á slysatíðni í umferðinni.

Þetta eru niðurstöður rannsókna í Bretlandi sem birtar eru í blaðinu Transportation Research

„Séu símarnir virkilega svo hættulegir hefðum við mátt eiga von á að sjá fækkun slysa, jafnve þótt aðeins hluti bílstjóra hefði hætt að brúka símann. En við sjáum engar talnalegar vísbendingar um fækkun,“ segir prófessor Daniel Kaffine, sem vann að skýrslu um rannsóknirnar sem snerust um hugsanleg áhrif og afleiðingar banns við símanotkun á ferð sem sett var í Kaliforníu árið 2008.

„Niðurstaðan bendir til þess, að einfalt bann við að nota síma sem haldið er á undir stýri muni ekki leiða til aukins umferðaröryggis,“ bætir Kaffine við.

mbl.is