Keppt á körtum á Akureyri

Körtukeppendur klárir á rásmarki á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) við …
Körtukeppendur klárir á rásmarki á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) við Hlíðarfjallsveg.

Fjórða umferð á Íslandsmeistaramótinu í Go kart fer fram á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) við Hlíðarfjallsveg á laugardaginn kemur, 26. júlí.

Í tilkynningu frá BA segir að baráttan á brautinni verði hörð. Helstu kandídatar til titilsins nú eru þeir Ragnar Skúlason sem hlotið hefur 84 stig að loknum þremur umferðum og Gunnlaugur Jónasson sem er með 68 stig.

Þriðji er svo Ásgeir Elvarsson með 44 stig, fjórði Daði Freyr Brynjólfsson með 38, fimmti Hinrik Wöhler með 26, sjötti Eyþór Guðnason með 23 og sjöundi Sigmar H. Gunnarsson með 17 stig. 

Keppnin hefst klukkan 13:00 á laugardag.  Aðgangseyrir inn á brautina er 1.500 krónur en frítt fyrir yngri en 12 ára.
 

Körtur í návígi á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) við Hlíðarfjallsveg.
Körtur í návígi á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA) við Hlíðarfjallsveg.
mbl.is