31 bíll tilnefndur til bílatitils

Citroen C4 Cactus er meðal tilnefndra bíla en hann vakti …
Citroen C4 Cactus er meðal tilnefndra bíla en hann vakti athygli á sýningunni í Genf í ár. mbl.is/afp

Alls hefur 31 bíll verið valinn til að keppa um útnefninguna „Bíll ársins 2015“ en úrslitin verða kynnt á Genfarbílasýningunni næsta vor.

Dómnefndin er tekin til starfa enda bíður hennar ærið verkefni; að gera upp á milli 31 afbrags bíla.

Tvisvar sinnum mun hver dómnefndarmaður gera úttekt á bílunum sem allir verða að vera til sölu á þessu ári og ætlað sé að seljist í a.m.k. 5.000 eintökum á næsta ári. 

Hinn 15. desember næstkomandi verður bílunum fækkað í sjö. Einn úr þeim hópi hlýtur svo útnefninguna eftirsóttu sem kynnt verður 2. mars 2015 í Genf.

Bílarnir sem nú hafa verið valdir til að keppa um hnossið eru:

Audi TT Coupe
BMW 2-Series Active Tourer
BMW 2-Series Coupe
BMW i8
BMW X4
Citroen C1
Citroen C4 Cactus
Fiat 500X
Ford EcoSport
Ford Mondeo
Hyundai i20
Infiniti Q50
Jeep Renegade
Kia Soul
Lexus NX
Lexus RC
Mercedes-Benz C-Class
Mercedes-Benz GLA
Mercedes-Benz S-Class Coupe
Nissan Pulsar
Nissan Qashqai
Nissan X-Trail
Opel Corsa
Peugeot 108
Porsche Macan
Renault Twingo
Skoda Fabia
Smart ForTwo
Smart ForFour
Subaru WRX STI
Suzuki Celerio
Toyota Aygo
Volkswagen Passat

mbl.is