1.700 VW-bílar í Le Mans

Hópakstur á Volkswagen-hátíðinni í Le Mans í Frakklandi um helgina.
Hópakstur á Volkswagen-hátíðinni í Le Mans í Frakklandi um helgina. mbl.is/afp

Menn hurfu aftur í tímann í kappakstursbrautinni frægu í Le Mans í Frakklandi um helgina. Þar komu 1.700 gamlir bílar af hinum ýmsu módelum Volkswagen (VW) á svonefndu ofurfestivali VW, eða „Super VW Festival“.

Bílaúrvalið var að sönnu mikið en mest bar á bjöllum og rúgbrauðum VW. Þátttakendur voru ekki einungis frá Frakklandi, heldur hvaðanæva að úr Evrópu. Var efnt til samkomunnar til að minnast þess að 20 ár voru frá þeirri síðustu. Og atburðurinn um nú um helgina, sem stóð yfir á föstudag, laugardag og sunnudag, þótti heppnast það vel að ákveðið var að endurtaka leikinn að tveimur árum liðnum, 2016.

Fyrir utan hópakstur á Bugatti-brautinni í Le Mans var efnt til ýmiss konar uppákoma þar sem fornir fólksvagnar voru í aðalhlutverki. Þar á meðal var keppni í skrensakstri eða drifti en gamanið var þó meira en alvaran í þessum uppákomum.

Um tugur þúsunda gesta lagði leið sína til Le Mans og þykir það umfram væntingar. Því er búist við þeim fleiri næst þegar orðspor viðburðarins um helgina hefur borist út.

Stjarna samkomunnar, ef svo mætti segja, var Bjalla af gerðinni California Look í eigu belgísks bílaklúbbs. Hlaut hún fegurðarverðlaun hátíðarinnar.

Með þessari frétt fylgja nokkrar myndir frá helginni í Le Mans. Segja má, að sjón sé sögu ríkari.

Bjöllur vekja alltaf athygli og gamlar minningar hrannast upp. Nóg …
Bjöllur vekja alltaf athygli og gamlar minningar hrannast upp. Nóg var af þeim í Le Mans um helgina. mbl.is/afp
Hópakstur á Volkswagen-hátíðinni í Le Mans í Frakklandi um helgina.
Hópakstur á Volkswagen-hátíðinni í Le Mans í Frakklandi um helgina. mbl.is/afp
Eigendur Rúgbrauða njóta lífsins á Volkswagenhátíðinni í Le Mans í …
Eigendur Rúgbrauða njóta lífsins á Volkswagenhátíðinni í Le Mans í Frakklandi um helgina. mbl.is/afp
Bresk fjölskylda unir sér vel við Rúgbrauð sitt í Le …
Bresk fjölskylda unir sér vel við Rúgbrauð sitt í Le Mans um helgina. mbl.is/afp
Franski bílasafnarinn Sylvain Perdoux og eiginkona hans sitja í Rúgbrauði …
Franski bílasafnarinn Sylvain Perdoux og eiginkona hans sitja í Rúgbrauði sínu í Le Mans. mbl.is/afp
Létt var yfir VW-eigendum í hópakstri í Le Mans.
Létt var yfir VW-eigendum í hópakstri í Le Mans. mbl.is/afp
Létt var yfir VW-eigendum í hópakstri í Le Mans.
Létt var yfir VW-eigendum í hópakstri í Le Mans. mbl.is/afp
Það vantaði ekki fólksvagnana í Le Mans um helgina.
Það vantaði ekki fólksvagnana í Le Mans um helgina. mbl.is/afp
Tilkomumikill hópakstur VW-bíla í Le Mans um helgina.
Tilkomumikill hópakstur VW-bíla í Le Mans um helgina. mbl.is/afp
mbl.is