Ökumenn hægi ferðina í íbúðagötum

Í flestum íbúðagötum er hámarkshraði 30 km/klst.
Í flestum íbúðagötum er hámarkshraði 30 km/klst. mbl.is/Gúna

Lengi hefur verið kvartað við hraðakstri í íbúðagötum og hvetur Samgöngustofa nú ökumenn til að virða hámarkshraða, sérstaklega í íbúðarhverfum þar sem ungir vegfarendur eru líklegir til að vera á ferðinni.

Í flestum íbúðagötum er hámarkshraði 30 km á klukkustund, að sögn Samgöngustofu. 

„Mikilvægur liður í umferðaröryggi er m.a. að koma í veg fyrir hraðakstur í íbúðarhverfum, t.d. í kringum skóla og við gönguleiðir. Það er ljóst að því hraðar sem ökutæki er ekið því meiri líkur eru á að illa fari ef til slyss kemur. Eftir því sem hraðinn er meiri þeim mun lengri verður helmunarvegalengdin og þar með aukast líkurnar á því að ökumanni takist ekki að hemla í tæka tíð. Þá verður höggþungi meiri við árekstur eftir því sem ökutæki fer hraðar sem aftur eykur líkur á alvarlegum meiðslum,“ segir á vefsetri Samgöngustofu.

mbl.is