Seat með jeppa

Á Genfarsýningunni 2011 sýndi Seat hugmyndabílinn IBX og telja fróðir …
Á Genfarsýningunni 2011 sýndi Seat hugmyndabílinn IBX og telja fróðir að nýi jeppinn frá Seat sé afurð af áframþróun hans.

Spænski bílsmiðurinn Seat boðar jeppa sem verður líkur Leon-bílnum að útlit. Þá er hann með til skoðunar smærri jeppaútgáfur.

Jeppanum verður hleypt af stokkum árið 2016. Hann verður byggður upp af MQB-undirvagni Volkswagen-samsteypunnar (VW) og er sagður verða keppinautur VW Tiguan. Er hönnun hans á lokastigi og verður frumeintakið að öllum líkindum frumsýnt á bílasýningunni árlegu í Genf í mars 2015.

Hönnunarstjóri Seat,  Alejandro Mesonero, segir sköpun bílsins lokið. Þróunarakstur hans er hafinn. „Við erum búnir að senda hann frá okkur, þetta er stóri bróðir Leon. Næsti Ibiza mun marka stærra skref,“ segir hönnunarstjórinn og bætir við að verið sé að skoða jeppaútgáfu af Cupra-bílnum.

Loks segir sölustjóri Seat að bílsmiðurinn spænski sé að skoða jeppa af sömu stærð og Nissan Juke. „Sá bílsmiður sem er ekki að skoða slíkan bíl er ekki til. Við skulum láta duga að segja, að fjöldi verkefna sé í pípunum.“

Forsvarsmenn Seat segja nýja jeppan svipa mjög að útliti til …
Forsvarsmenn Seat segja nýja jeppan svipa mjög að útliti til Seat Leon, sem er hér í nýjustu útgáfu.
mbl.is