VW gæti aftur tekið upp heitið Auto Union

Hið upprunalega táknmerki Auto Union.
Hið upprunalega táknmerki Auto Union. Ljósmynd/Wikipedia

Útlit er fyrir að Volkswagen-samsteypan fái nýtt nafn, ef marka má ástralska fjölmiðla af öllum miðlum. Reyndar er þar um gamalt nafn með mikla hefð í sögu þýska bílsmiðsins, eða Auto Union.

Fyrirtækið Auto Union var stofnað árið 1932 og táknmerki þess, fjórir samtvinnaður hringir (núverandi táknmerki Audi), stóð á sínum tíma fyrir fyrirtækin fjögur sem þá runnu saman.

Hafa ástralskir fjölmiðlar það eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan VW-samsteypunnar, að þar á bæ sé nú til skoðunar að endurreisa Auto Union vörumerkið og þá sem nýtt heiti fyrir alla samsteypuna. Þar með myndi kjarnafyrirtæki hennar hverfa úr samsteypunafninu sem myndi breyta vígstöðu dýrustu bílamerkja hennar og möguleikum.

Auto Union varð til er Audi, DKW, Horch og Wanderer runnu saman og stofnuðu eðalbílasmiðinn Mercedes-Benz. Um tíma tilheyrði vörumerkið móðurfélagi Mercedes, Daimler, sem eignaðist það 1958. Á endanum féll merkið aftur í eigu Volkswagen, eða  1964.

Til Volkswagen-samsteypunnar heyra nú Audi AG, Automobili Lamborghini, Bentley Motors, Bugatti Automobiles, Porsche AG, Ducati Motor Holding, SEAT, Skoda Automobilova, Volkswagen atvinnubílasmiðjan og Volkswagen Cars. Þá á VW samsteypan hluti í vörubílasmiðjunum Scania og MAN.

Audi af árgerðinni 1934 er óneitanlega glæsilegur.
Audi af árgerðinni 1934 er óneitanlega glæsilegur. Ljósmynd / Wikipedia
Bílsmiðurinn DKW rann inn í Auto Union. Þessi DKW F5 …
Bílsmiðurinn DKW rann inn í Auto Union. Þessi DKW F5 er frá árinu 1938. Ljósmynd / Wikipedia
Horsch var meðal stofnenda Auto Union. Hér er ein afurð …
Horsch var meðal stofnenda Auto Union. Hér er ein afurð hans, blæjubíllinn Horch 853 sport.
Wanderer frá 1936
Wanderer frá 1936 Ljósmynd / Wikipedia
mbl.is