Ný kynslóð Kia Sorento á leiðinni

Lægri þaklína gefur Kia Sorento sportlegt yfirbragð.
Lægri þaklína gefur Kia Sorento sportlegt yfirbragð. mbl.is/Kia

Ný kynslóð Kia Sorento  verður kynnt til leiks í Suður-Kóreu í lok ágúst en heimsfrumsýning jeppans verður á alþjóðlegu bílasýningunni í París í byrjun október.

Þetta er þriðja kynslóð þessa fjórhjóladrifna jeppa sem náð hefur mikilli hylli um víða veröld og ekki síst hér á Íslandi, enda „kjörinn fyrir íslenskar aðstæður“ eins og segir í tilkynningu frá Öskju, umboðsaðila Kia á Íslandi.

Nýr Kia Sorento verður mjög breyttur í hönnun samkvæmt fyrstu myndum sem birtar hafa verið. Jeppinn verður með fágaðri og nútímalegri línur en forverinn, kraftalegri framenda með stærra grilli og lægri þaklínu sem gefur sportlegt yfirbragð.

Nýja kynslóðin mun verða vel búin og með öflugum en jafnframt sparneytnum vélum en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir á þessari stundu.  Nýr Kia Sorento er hannaður í hönnunarstöðvum Kia Motors í Suður-Kóreu, Þýskalandi og Bandaríkjunum.

Ný kynslóð Kia Sorento verður frumsýnd á Parísarsýningunni í byrjun …
Ný kynslóð Kia Sorento verður frumsýnd á Parísarsýningunni í byrjun október. mbl.is/Kia
mbl.is