Sand- og götuspyrna á Akureyri

Hamagangurinn er jafnan mikill í sandspyrnu á Akureyri.
Hamagangurinn er jafnan mikill í sandspyrnu á Akureyri. mbl.is/Þorgeir Baldurss

Áhugamenn um akstursíþróttir hafa til einhvers að hlakka því um verslunarmannahelgina fer bæði fram götuspyrna og sandspyrna á Akureyri.

Um er að þræða þriðju og síðustu umferð Íslandsmótsins í götuspyrnu og fyrstu umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu.

Keppnin í götuspyrnu fer fram næstkomandi laugardag, 2. ágúst, og hefst  klukkan 15 á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Sandspyrnan fer rfam daginn eftir, á sunnudag, á sama stað og hefst klukkan 14.

Reyndar gæti farið svo, að því er segir í upplýsingum frá Bílaklúbbi Akureyrar, að atburðirnir gætu víxlast. Það færi eftir veðurspá þegar nær dregi því ekki væri hægt að keyra götuspyrnu ef rignir. Fylgjast má með því á heimasíðu Bílaklúbbsins hvort breytingar af þessu tagi eiga sér stað.

Á myndbandinu hér að neðan má sjá frá keppni í götuspyrnu á Akureyri:

mbl.is