Vetnisbíll Toyota mun heita Mirai

Mirai, eða framtíðin, mun vetnisbíll Toyota heita.
Mirai, eða framtíðin, mun vetnisbíll Toyota heita.

Vetnisbíllinn sem Toyota hefur raðsmíði á 2015 fær nafnið Mirai, alla vega í Bandaríkjunum.

Talsmenn Toyota vilja ekki staðfesta nafngiftina en ótilgreindir heimildarmenn hafa skýrt Bloomberg-fréttastofunni frá henni. Verður formlega tilkynnt um það þegar nær dregur því að vetnisbíllinn, sem mun kosta 69.000 dollara í Bandaríkjunum og Japan, kemur á götuna.

Mirai er japanskt orð og þýðir framtíðin. Hann er væntanlegur í sýningar- og sölusali í Japan í apríl næstkomandi og fljótlega eftir það í Evrópu og Bandaríkjunum.

Til að stuðla að því að neytendur skipti yfir á svo mengunarfrían bíl heita japanskir þingmenn lagasetningu er felur í sér ívilnanir vegna kaupa á vetnisbíl sem gæti þýtt í raun allt að tæplega helmingsverðlækkun hans. Eða úr 7 milljónum jena í fjórar milljónir.

mbl.is