46 bílar í götuspyrnu á Akureyri

Rokið af stað í sandspyrnu á Akureyri og stendur strókurinn …
Rokið af stað í sandspyrnu á Akureyri og stendur strókurinn langt aftur úr bílnum. Ljósmynd/Bílaklúbbur Akureyrar

Lokamót Íslandsmótsins í götuspyrnu verður háð á morgun á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar (BA).

Hvorki fleiri né færri en 46 ökumenn taka þátt, allt mjög öflugir keppendur, að sögn Einars Gunnarsson hjá BA. Keppnin fer fram á morgun, laugardag, og hefst klukkan 15.

Á sunnudag fer svo fram fyrsta sandspyrnukeppni sumarsins. Hún hefset klukkan 14 á sunnudag, og fer einnig fram á svæði BA ofan Akureyrar. Einar segir að öll helstu tryllitæki landsins verði með og að ökumenn muni taka hrikalega á því.


 

mbl.is