Brjálað brekkuklifur

Svigrúm Yos goodyear til mistaka er ekkert í Doune brekkuklifrinu.
Svigrúm Yos goodyear til mistaka er ekkert í Doune brekkuklifrinu.

Víða keppa menn í brekkuklifri sjálfum sér og öðrum til ánægju og geta bílarnir verið af ýmsum gerðum. Slíkur akstur getur verið spennandi og brautirnar kræfar á færni ökumanna.

Meðal svakalegustu brauta  er að finna í Skotlandi, þar sem Doune Hillclimb keppnin er háð. Í myndskeiðinu sem fylgir þessi frétt má sjá skoska ökumanninn Jos Goodyear þjóta upp 1.350 metra langa brekkuna á nýju meti, 35,05 sekúndum.

Gamla metið var 35,62 sekúndur, sett árið 2009 af Scott nokkrum Moran.

Metbíll Goodyear er af gerðinni Graeme Wight Racing (GWR) Raptor en hann er búinn forþjappaðri 1,6 lítra Suzuki Hayabusa sérstilltri mótorhjólavél. Bíllinn er aðeins 290 kíló, smíðaður úr koltrefjum.

Áhorfið á myndskeiðið er vægast sagt spennandi áhorf og virðist aksturinn vera mun skelfilegri en meðalhraðinn í brautinni gefur til kynna, en hann var um 140 km/klst. Liggur brautin meðfram grjótveggjum, trjám, um öfugt hallandi hálar brekkur og er svigrúm til mistaka akkúrat ekki neitt. Er ekki annað að sjá en Goodyear sé ætíð út við ystu mörk.

Yos Goodyear á bíl sínum í brekkuklifri.
Yos Goodyear á bíl sínum í brekkuklifri.
mbl.is