Tesla rennur út í Kína

Kínverjar eru ólmir í Tesla Model S.
Kínverjar eru ólmir í Tesla Model S.

Rafbíllinn Tesla Model S rennur út í Kína eins og heitar lummur og virðist ekkert lát þar ætla verða á.

Frá því sala hófst til Kína í apríl hafa um eittþúsund eintök verið seld þangað, að sögn fréttastofunnar Bloomberg.

Þessi mikli straumur til Kína stuðlaði að því að Tesla afhenti um 7.550 bíla á öðrum ársfjórðungi sem er vel umfram áætlanir og nýtt afhendingarmet í sögu Tesla. Um er og að ræða 45% fleiri afhenta bíla í apríl til júní en á sama tíambili í fyrra.

Model S bíllinn er verðlagður á sem svarar um 120.000 dollurum í Kína, meðal annars vegna hárra tolla. Það hefur þó ekki haldið aftur af nýríkum Kínverjum.

mbl.is