Á sláttuvél á 186 km hraða

Honda Mean Mover í metakstrinum. Engin sláttuvél með sæti stenst …
Honda Mean Mover í metakstrinum. Engin sláttuvél með sæti stenst henni snúning þegar hraði er annars vegar.

Fyrir þá sem leiðist að slá blettinn sinn og vilja klára það á methraða er sláttuvél að nafni Honda Mean Mower valkostur. Hún er nefnilega komin í heimsmetabók Guinness fyrir flýti.

Guinnessbókin hefur að geyma margt óvenjulegt afrek mannsins, svo sem hver á lengstu táneglur heims, hvað stærsti Mohawk-indíáninn er stór, hver hefur spýtt mjólk lengst með augunum o.s.frv.

Nú hefur Honda eignast sitt Guinnessmet þótt ekki sé það jafn óvenjulegt og mörg önnur; nefnilega hraðskreiðustu sláttuvél heims sem mæld var á 186 km/klst hraða. Gamla metið var frá árinu 2010 og hljóðaði upp á 141 km/klst.

Metaksturinn átti sér stað á æfinga- og kappakstursbraut í Tarragona á Spáni að viðstöddum fulltrúum heimsmetabókarinnar sem sáu um hraðamælinguna. Var sláttuvélinni ekið í báðar áttir og meðalhraði þeirra var útkoman sem táknar nýja metið. Mátti ekki líða meira en klukkustund milli ferða.

Sláttuvélin hraðskreiða, Honda Mean Mower, er knúin 1,0 lítra mótorhjólavél og kemst á aðeins fjórum sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Hún er sögð gerð fyrir minnst 210 km/klst hraða svo fleiri met gætu átt eftir að sjá dagsins ljós.

Þá segir Honda, að Mean Mower geti slegið gras á 25 km hraða eða tvisvar sinnum hraðar en aðrar sláttuvélar sem sláttumaður situr.

agas@mbl.is

Honda Mean Mover í metakstrinum. Engin sláttuvél með sæti stenst …
Honda Mean Mover í metakstrinum. Engin sláttuvél með sæti stenst henni snúning þegar hraði er annars vegar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: