Blindur maður ók á 323 km hraða

Mike Newman við Nissan GT-R bíl sinn í Elvington fyrir …
Mike Newman við Nissan GT-R bíl sinn í Elvington fyrir helgi.

Bretinn Mike Newman er óvenjulegur, fyrrverandi bankamaður í Englandi. Undanfarin 10 ár hefur hann fengist við aðra og óvenjulega iðju af hálfu blindra: kappakstur.

Og metin hafa fallið eitt af öðru í atlögum hins 52 ára gamla Newmans, sem er frá Manchester og missti sjónina átta ára gamall af völdum gláku.

Í október síðastliðnum ók hann Porsche 911 á 300 km/klst hraða í Bruntingthorpe-æfingabrautinni í Leicestershire. Hafði enginn blindur ökumaður náð svo mikilli ferð á bíl.

Í síðustu viku féll svo annað met er hann ók umbreyttum og sérlega stilltum Nissan GT-R á 200 mílna eða 323,2 km hraða. Út úr vélinni gat Newman til dæmis náð 1.200 hestöflum.

Newman var einn í bíl sínum í metakstrinum á hinni þriggja kílómetra löngu flugbraut í Elvington. Leiðbeiningar í akstrinum fékk hann gegnum talstöð frá stjúpföður sínum sem ók rétt á eftir honum í öðrum, alveg eins útbúnum Nissan GT-R bíl.

Þannig gat Newman leiðrétt stefnu bílsins ef á þurfti að halda. Og slegið af þegar komið var yfir endamark. Þrátt fyrir vinda og stöku skúrir gerði hann alls fjórar atlögur í metakstrinum, tvær í hvora átt. agas@mbl.is

Mike Newman fagnar meti.
Mike Newman fagnar meti.
Mike Newman gengur rólega frá Nissan GT-R bíl sínum eftir …
Mike Newman gengur rólega frá Nissan GT-R bíl sínum eftir hraðametið í Elvington.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: