Fékk sportbíl á 15 ára afmælinu

Pagani Huayra er öflugur og hraðskreiður sportbíll.
Pagani Huayra er öflugur og hraðskreiður sportbíll.

Venjulegir 15 ára strákar fá líklega helst einhverja aura í afmælisgjöf sem þeir svo ráðstafa hver með sínu nefi. En svo eru dæmi um 15 ára stráka sem eiga ríka feður og fá jafnvel flotta sportbíla í afmælisgjöf.

Það á við um 15 ára strákling á Taiwan sem fékk hvorki meira né minna en eitt stykki ítalska sportbílsins Pagani Huayra í gjöf þegar hann varð 15 ára. Pilturinn býður nú afhendingar bílsins en hann fær svo ekki að fara höndum um hann frekar fyrr en hann hefur náð aldri til að taka bílpróf.

Pagani Huayra er framleiddur í Modena á Ítalíu en þar eru eða voru smiðjur lúxusbílaframleiðendanna Ferrari, De Tomaso, Lamborghini, Pagani og Maserati.  Hann er tveggja dyra, með vélina aftan við stjórnklefann og afturdrif. Tók hann við af sportbílnum Zonda og leysti hann af hólmi 2012.

Vélina í Huayra er fengin frá Mercedes-Benz en hún er 6,0 lítra V12 vél með tvöfaldri forþjöppu og sögð skila 720 hestöflum og 1.000 Newtonmetra torki, sem er ekkert smáræði. Úr kyrrstöðu í hundraðið kemst bíllinn á aðeins 3,2 sekúndum og topphraðinn er 370 km/klst.

Afmælisbarnið þarf að bíða í einhver ár til að snerta …
Afmælisbarnið þarf að bíða í einhver ár til að snerta á þessum tækjum í Pagani Huayra bílnum.
mbl.is