Ford að þróa bíl til höfuð Prius

Táknmerki Ford, næst stærsta bílsmiðs Bandaríkjanna.
Táknmerki Ford, næst stærsta bílsmiðs Bandaríkjanna.

Ford er með á teikniborðinu nýjan tvinnbíl sem ætlað er að keppa við heimsins vinsælasta tvinnbíl, Prius frá Toyota. Auk rafmótors verður bensínvél í aflrás hans.

Reutersfréttastofan hefur eftir tveimur heimildarmönnum innan Ford, að hér verði um að ræða fyrsti tvinnbílinn sem Ford hannar sem slíkan frá grunni. Hingað til hefur bílsmiðurinn aðeins boðið upp á tvinnútgáfu af bílum sem verið hafa lengi í framleiðslu, svo sem Fusion og C-MAX.

Þeir segja að auk þess að bjóðast með mismunandi tvíorkurásum yrði hann síðar meir einnig boðinn með eingöngu bensín- eða dísilvél.

Áætlanir miðast við að tvinnbíllinn verði smíðaður í samsetningarsmiðju Ford í Wayne í Bandaríkjunum í Michiganríki. Gert er ráð fyrir að fyrstu eintökin komi á götuna síðla árs 2018. 

Búist er við því að Toyota hleypi af stokkum hvað úr hverju nýrri kynslóð af Prius, en því hefur verið frestað oftar en einu sinni á undanförnum misserum.

mbl.is