Jeppar alls staðar í sókn

Honda CR-V hefur kosti fólksbíls fjölskyldurnnar en er einnig góður …
Honda CR-V hefur kosti fólksbíls fjölskyldurnnar en er einnig góður ferðajeppi. mbl.is/Árni Sæberg

Sala á jeppum og stærri bílum hefur þótt viss mælikvarði á kreppuna og sé svo þá hefur sú trú að henni sé að slota farið vaxandi og bjartsýni aukist því jeppar hafa runnið út í æ stríðara straumi að undanförnu.

Og eitt þykir víst; jepparnir eru komnir til að vera, ekki bara smærri jeppar og jepplingar, heldur þeir stærri einnig.

Aðstæður á Íslandi þykja einkar hentugum jeppum, bæði loftslag og ástand vega.

Fróðlegt er að skoða lista yfir söluhæstu jeppana en þar trónir Honda CR-V í efsta sæti fyrir árið 2013. Seldust af honum 726.961 eintök.

Í öðru sæti er Toyota RAV4 sem farið hefur í 535.360 eintökum og í því þriðja VW Tiguan sem 446.842 selda bíla.

Í fjórða sæti er svo Nissan Qashqai með 393.777 eintök en af kom fulltrúi nýrrar kynslóðar á árinu sem þótti til þess fallinn að halda merki Nissan á lofti í jeppaflokki.

Í fimmta sæti á listanum yfir mest seldu jeppana í heiminum 2013 - og ekki svo langt frá Qashqai - varð svo Kia Sportage, sem þrátt fyrir að vera tiltölulega nýr bíll seldist í 389.233 eintökum.

mbl.is