Mercedes C-Class vinsæll í Danmörku

Langbakurinn nýi af gerðinni Mercedes Benz C-Class.
Langbakurinn nýi af gerðinni Mercedes Benz C-Class.

Vinsælasti þýski bíllinn í Danmörku í fyrra og einnig það sem af er ári er Mercedes C-Class og miklu mun fleiri kaupa hann sem langbak en stallbak.

Það er fyrst og fremst vegna farangursrýmisins sem langbakurinn fer vel í Dani en ekki hraðakstursmöguleikar, sem þykja ekki sérstakir. Þótt bíllinn virðist minni en áður hefur rýmið undir töskur, pakka og pinkla stækkað um sem nemur 10 lítrum í 490 lítra.

Hægt er að velja um úrval fjögurra strokka hverfilblásinna véla eða V6-véla. Þær eru sparneytnari en áður og skilvirkari. Mercedes-Benz hefur brúkað léttari byggignarefni en áður og því er C-Class langbakurinn nýi 65 kílóum léttari en forverinn. Og það þótt hann sé stærri á alla kanta.

mbl.is