Nýtt nám fyrir stjórnendur í bílgreinum

Özur Lárusson, framkævmdastjóri Bílgreinasambandsins, og Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans …
Özur Lárusson, framkævmdastjóri Bílgreinasambandsins, og Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR, handsala samstarfið.

Bílgreinasambandið og Opni háskólinn í HR bjóða nú upp á námslínu fyrir stjórnendur í bílgreinum. Námið er sérstaklega aðlagað að starfsumhverfi bílgreina en á sér að öðru leiti fyrirmynd í PMD stjórnendanámi.

Námið er ætlað stjórnendum og lykilstarfsmönnum, sem og starfsmönnum sem er verið að þjálfa upp í stjórnendastöður. Að kennslu koma margir færstu sérfræðingar viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, auk samstarfsaðila úr íslensku atvinnulífi sem allir hafa mikla reynslu á sínu sviði.

„Það er eitt af markmiðum Bílgreinasambandsins að efla menntun og færni starfsmanna þeirra fyrirtækja sem eru innan sambandsins og er þetta ein leið að því marki,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.

„Þetta nám er sérhannað fyrir bílgreinina og hennar umhverfi í víðum skilningi og á að gefa þeim einstaklingum sem það sitja víðari og betri sýn á starfsumhverfi sitt sem gerir það að verkum að viðkomandi á auðveldara með að leysa þau verkefni er verið er að fást við dags daglega.  Þjónustan við viðskiptavininn verður að sama skapi markvissari og betri,“ segir Özur.

Námslínan hefst 22. september en nánari upplýsingar um hana má finna á vef Opna háskólans í HR.

mbl.is