Á hrjálegum bíl um heiminn

Vincent Gelot með bókina góðu á Péturstorginu í Róm.
Vincent Gelot með bókina góðu á Péturstorginu í Róm. mbl.is/afp

Menn leggja oft margt og misjafnt á sig í leit að sjálfum sér, eins og sagt er. Það má segja um hinn 26 ára gamla Frakka Vincent Gelot.

Á meðfylgjandi myndum stendur Gelot stoltur við ævagamlan og hrörlegan Renault 4L bíl sinn á Péturstorginu í Róm, nýkominn úr hringferð um heiminn á þessum fræga franska fararskjóta.

Á ferðalagi sínu, sem tók tvö ár, heimsótti Gelot samfélög kristinna manna og skráði hjá sér vitnisburði þeirra sem hafa verið bundnir inn í stóra leðurbók. Aftast er þakkarávarp Frans páfa.

Vincent Gelot við Renault 4L á Péturstorginu í Róm eftir …
Vincent Gelot við Renault 4L á Péturstorginu í Róm eftir hnattferðina sem tók tvö ár. mbl.is/afp
Vincent Gelot við óhrjálegan Renault 4L á Péturstorginu í Róm …
Vincent Gelot við óhrjálegan Renault 4L á Péturstorginu í Róm fyrir helgi, eftir hnattferðina sem tók tvö ár. mbl.is/afp
Vincent Gelot við Renault 4L á Péturstorginu í Róm eftir …
Vincent Gelot við Renault 4L á Péturstorginu í Róm eftir hnattferðina sem tók tvö ár. mbl.is/afp
mbl.is