Sundurskotinn herforingjabíll

Bíll Maaparankoe Mahao eftir uppgjörið í Lesotho á laugardag.
Bíll Maaparankoe Mahao eftir uppgjörið í Lesotho á laugardag. mbl.is/afp

Pólitísk spenna hefur verið mikil undanfarna daga og vikur í landlukta smáríkinu Lesotho í sunnanverðri Afríku. 

Þar hefur hver höndin verið uppi á móti annarri og byltingar og pólitískar sviptingar tíðar. Um  helgina sauð upp úr og var gerð tilraun til að ráða forsætisráðherrann Tom Thabane af dögum.

Í átökum sem brutust út í höfuðstaðnum Maseru má sjá hvernig bíll hershöfðingjans Maaparankoe Mahao var útleikinn, sundurtættur af kúlnagötum.

Herinn er sagður hafa hrifsað völdin í landinu á laugardag en því neita talsmenn hans. Er þetta ekki fyrsta - og tæpast það síðasta - valdaránið í Lesotho frá því landið öðlaðist sjálfstæði 1966.

mbl.is